28. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl. 15:05


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 15:05
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 15:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 15:05
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 15:22
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:27
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 15:05
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:27

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll. Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði en vék af fundi kl. 16:19.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 26. og 27. fundar samþykktar.

2) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar kom Unnur Helga Óttarsdóttir frá Þroskahjálp og fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla um bráðaþjónustu á Íslandi - núverandi staða og framtíðarsýn Kl. 15:28
Á fund nefndarinnar komu Jón Magnús Kristinsson og Guðlaug Einarsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Staðan á Landspítalanum Kl. 16:45
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Landspítala um fjölda starfsfólks og mönnun á bráðamóttöku spítalans, þ.e. hvernig mönnun á að vera samkvæmt viðmiðum um mönnun á bráðamóttöku í samanburði við núverandi mönnun. Jafnframt er óskað upplýsinga um starfsmannaveltu frá 2018 og fjölda ónýttra orlofsdaga starfsfólks frá 2018 á bráðamóttöku spítalans og á spítalanum almennt. Þá er óskað upplýsinga um þróun vinnutíma starfsfólks frá 2018, þ.e. um fjölda yfirvinnustunda, greiðslur vegna yfirvinnu og hve margir starfsmenn fá greidda yfirvinnu, á bráðamóttökunni og á spítalanum almennt.

5) Önnur mál Kl. 16:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:48